Upplestur á aðventu laugardaginn 14. desember kl. 15:00.
13. desember 2024
Laugardaginn 14. desember kl. 15:00 verður hinn hefðbundni Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu.
Séra Sigurður Ægisson, mun kynna og lesa úr bókum sínum:
Völvur á íslandi og Okei, Leitin að upphafi og sögu þekktasta orðatiltækis í heimi.
Þá mun Magnús Ólafsson,
kynna bók sína Öxin, Agnes & Friðrik, síðasta aftakan á Íslandi.
Eftir lesturinn verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur og höfundar selja og árita bækur sínar.
Eigum saman notalega stund í safninu okkar.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.