Opnun sumarsýningar 2024

27. maí 2024

“Skynið fyllir vitund” er heiti sérsýningar safnsins sem opnuð verður 1. júní nk. kl. 15:00. Sýningin er unnin af Björgu Eiríksdóttur

Eftir opnun verður boðið upp á kaffi og kleinur að hætti safnsins. 

Á sýningunni eru útsaums- vídeó- og málverk. 

 

Ég er úti í náttúrunni. Ég er líkamleg vitundarvera og skynið fyllir vitundina. Mörkin milli mín og umhverfisins verða óljós og flæðandi. Ég finn fyrir tengingu við umhverfið, andrúmslofti, geislandi þráðum, tifandi rými. Kannski leið mér eins þegar ég var fóstur í móðurkviði, fljótandi um í legvatni, ekki aðskilin umhverfi mínu heldur órjúfanlegur hluti þess. Öðlast ég dýpri skilning á veru minni í vistkerfinu ef ég opna skyninu leið á þennan hátt? Ég er í náttúru, ég er náttúra.

 

Björg var í MA námi við myndlistardeild háskólans í Portó veturinn +354 452 4067, lauk MA í listkennslu frá HA vorið 2017, myndlist frá Myndlistarskólanum á Akureyri 2003 og Bed frá KHÍ 1991. Hún starfar við myndlist samhliða kennslu myndlistar, hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er þetta fimmtánda einkasýning hennar.


18. júlí 2025
Stofutónleikar sunnudaginn 20. júlí kl. 15:00 Píanóleikarinn og söngkonan Sigurdís Sandra Tryggvadóttir frá Ártúnum, kemur fram með evrópska tríóið sitt: pólska kontrabassaleikarann Mariusz Praśniewski og ungverska trommuleikarann Péter Horváth. Þau flytja frumsamin verk Sigurdísar, innblásin af náttúru heimahaganna í Austur-Húnavatnssýslu, auk laga við ljóð eftir afabróður hennar, Jónas Tryggvason. Eftir tónleika verður boðið upp á veitingar að hætti safnsins. Aðgangseyrir safnsins gildir.
19. júní 2025
Í landi síbreytilegs ljóss og órólegra sjávarfalla, þar sem ull hefur um aldir verið spunnin í hlýju og myndað minningar, prjónar Halla Lilja Ármannsdóttir sögur með þræði. Textíllistakona með djúpar rætur í prjónaskap, hefur hún verið samofin garni frá barnsaldri – fingur hennar lærðu taktfestu lykkjanna líkt og nótur á píanó. Halla er fædd og uppalin í Kópavogi en ferðalag hennar hefur einkennst af hreyfingu – milli landsvæða, greina og hefða. Sextán ára flutti hún norður til Akureyrar til að stunda nám við Menntaskólann á Akureyri, þar sem hún lagði stund á félagsgreinar. Árið 2015 dvaldi hún í París, reikaði um þröngar götur, lærði málið og upplifði áragamla list, áður en vindarnir báru hana aftur heim. Prjónaskapurinn var alltaf til staðar – þráður sem aldrei slitnaði. Stutt nám í sálfræði við Háskóla Íslands staðfesti aðeins hið óumflýjanlega: höndunum langaði að skapa. Árið 2018 fylgdi hún þeirri köllun til London, þar sem hún nam textílhönnun við London College of Fashion. Þar dýfði hún sér í alkemíu textíla – vél- og handprjóns, og uppgvötaði viðkvæman styrk Íslenska hrosshársins. Hún lauk námi með heiðursgráðu árið 2021 og sneri aftur heim með list sína – til upprunans. Heimurinn tók að veita athygli. Árið 2022 voru verk Höllu sýnd í danska sjónvarps þættinum Feldthaus og Bagger: í frjálsu lykkjufalli, sem síðar var sýndur á RÚV 2023. Hún hefur tvisvar tekið þátt í Hönnunar Mars, sýnt á Handverk og Hönnun, og lagt sitt af mörkum til að innleiða stafræna prjónavél hjá Textílmiðstöð Íslands. Sumarið 2024 hélt hún sína fyrstu einkasýningu, Samhljómur, í Kirsuberjatrénu, áður en hún hélt til Slóveníu til að kenna og miðla handverkinu með O2oop-textílhópnum. Fyrir Höllu er prjón meira en tækni – það er samtal við tímann sjálfan. Hún teygir á mörkum hefða, blandar saman fortíð og framtíð, mjúkri ull og ósveigjanlegu hrosshári, vélrænni nákvæmni og mannlegri snertingu. Verk hennar eru endurómur þeirra sem á undan komu – og hvísl til þeirra sem eftir munu fylgja. Skrifað af sýningastjóra, Corran Olivia Green Íslensk þýðing
13. desember 2024
Laugardaginn 14. desember kl. 15:00 verður hinn hefðbundni Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu. Séra Sigurður Ægisson , mun kynna og lesa úr bókum sínum: Völvur á ísland i og Okei , Leitin að upphafi og sögu þekktasta orðatiltækis í heimi. Þá mun Magnús Ólafsson, kynna bók sína Öxin, Agnes & Friðrik, síðasta aftakan á Íslandi. Eftir lesturinn verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur og höfundar selja og árita bækur sínar. Eigum saman notalega stund í safninu okkar. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
28. maí 2022
Ágætis aðsókn var að Heimilisiðnaðarsafninu á árinu og fjöldi safngesta hefur náð sér á strik eftir Covid lægðina og var rúmlega 3500 manns.