Viðburðir
Árleg sérsýning
Á hverju ári frá því nýja safnhúsið var vígt árið 2003 hefur verið opnuð ný sýning textíllistafólks í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Um hefur verið að ræða bæði einkasýningar og samsýningar. Allar sýningarnar hafa verið mjög metnaðarfullar en um leið afar ólíkar og vakið mikla athygli sýningargesta. Yfirlit yfir sérsýningar má sjá hér á síðunni undir „Sýningar – Sérsýningar“.
Námskeiðahald
Á hverju ári eru haldin námskeið í Heimilisiðnaðarsafninu, svo sem í útsaumi, hekli, prjóni ofl. Einnig eru haldin svokölluð „Örnámskeið“ sem eru aðeins þriggja klukkustunda námskeið og eru þá kennd grunnatriði í margskonar handavinnu. Af og til eru svo haldin námskeið í þjóðbúningasaumi sem ná yfir nokkrar vikur í senn.